Það er bara til einn rifill í heiminum
en hann er stór og hann skýtur á alla
en helvítið skýtur ekki kúlum heldur sárum
sárum og ömurlegum tilfinningum
hann skaut á mig og hitti mig í hjartastað
og ég fékk sár á hjartað

Og það blæddi og blæddi og allur heimurinn
var orðinn rauður
en þá komst þú og ég fattaði að ég var ekki
orðinn dauður
ég hélt þú myndir lækna sárið
sauma og og setja á það plástur
og gera allt gott aftur

Því sárið byrjaði að gróa og mér leið betur
þú sefaðir og lagaðir sársaukann í sárinu
og mér leið betur og betur og hélt að allt yrði gott
en síðan ákvaðstu að fara
það var sárt, en ég hélt að það yrði í lagi því
sárið var gróið
En það gerðist ekki, því áður en þú fórst
ákvaðstu að rífa hjartað úr mér
og nú er það dáið