maginn er stútfullur af stingandi oddum
sem stóra bita skera úr slímhúð minni
einmana tæmi ég úr augum á koddum
sem anga nú mjúkir af lyktinni þinni…

mig daglega dreymir þig bera
því djúp ólgar þráin í taugum
ég veit ekki hvar ég skal vera
því ég villtist í þínum augum…

langar að falla í faðminn þinn þreyttur
og finna þig strjúka allan leiðann á brott
í stað þess sit enn ég við tölvuna sveittur
og ákaft reyni að hugsa um eitthvað gott…

orð finna leið frá sálu minni
fingurnir slá á takkana fast
ljóðin fæðast úr fegurð þinni
funinn í hjartanu tekur kast…

hausinn er stútfullur af heilögum orðum
sem nú heyra til alls þess sem einkennir þig
ástin sem heit streymdi milli okkar forðum
situr enn föst í mér, heldur mér, tærir mig…

nóttin var full af funheitri fryggð
finn enn böndin á höndum mínum
fyrir svona fjármagn er gleðin tryggð
þó fljótlega hvarfst þú mér sýnum

…með þessa dágóðu þóknun
í vösum þínum.





-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.