Síðla.
Eftir langan dag.

Kvöldið er liðið og nóttin er ung
og hér er ég.

-

Sit í stafni bátsins sem svífur eftir yfirborði vatnsins
inn í logann, sem kyndir húsið mitt.

Ég get ekki staðið en flýg þess í stað
inn í veröld hlýja,

-

þar sem ungmeyjar dansa og gnógt er af sætum drykkjum
sem svala þorsta mínum, svo seðjandi.

Og ég stíg upp og hringsnýst á gólfinu,
horfti til lofts og sé hvíta dúfu á skínandi siglingu.

-

Til himins.

-

Og hér sit ég.
Einn.

Það er morgun, og viðtekur enn einn dagurinn
sem líður hægar og hægar sem á hann líður.

Hver stund sem allar þær stundir
sem liðnar eru frá uppvakningunni.

Ég er vakandi, en ég lifi einungis í Draumnum.




Deeq.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?