ég færi ykkur dal viskunnar
þar sem grasið er grænt
en engir bekkir til að sitja

leggið við hlustir
er þögnin ekki falleg
farið þó varlega því sporin í sandinum
koma upp um ykkur

ekki vera hrædd við gamla manninn með luktina
hann er alltaf svo undarlegur
ekki vera feimin við að spyrja
hann kann öll svör sannleikans

ég færi ykkur dal viskunnar
þar sem trúðar hoppa um
horfið í kringum ykkur
það mun koma ykkur á óvart

þegar rökkva tekur þá kemur eðlan úr fjallinu
en ekkert að óttast hún gerir engum mein
sem hafa upp á sannleika að bjóða