Ástin nærir og særir í senn
og ég elska þig enn

Óendurgoldin ást er eins og morð
hjarta manns lagt á borð

Ekki er hægt að svara hvað ást er
en ég hef fengið nóg, sama er mér

Ástin gerir mann glaðan eða bitran
en gerir hún einhvern vitran?

Fólk talar varla um annað en ást
en hvers vegna lætur hún svona marga þjást?

Þú með þína galla og kosti
skilur mig eftir í losti

Ástin er blind og hún blindar aðra
virkar á mig eins og eitruð naðra

Þó ég sé ung og eigi mikið eftir ólært
hefur ástin mig aðeins sært
Ég finn til, þess vegna er ég