hjarta mitt, hjarta mitt…
af hverju brestur svo í taugum þínum
sem skapa mér lífið og halda mér örum?

andlit mitt, andlit mitt…
af hverju ertu nú svo þakið línum
sem liggja frá augum og niður að vörum?

ástin mín, barnið mitt…
er það á förum?



kæri Drottinn,
svo margt sem það hefur ekki farið
ekki klippa stutt það líf
sem sjálft sig getur ekki varið…

kæri Allah,
svo fátt sem það hefur augum litið
ekki taka brott það barn
sem varla hefur öðlast vitið…

kæri Jahve,
svo lítt sem það hefur frá þér fengið
ekki þiggja strax þá sál
sem lífsins braut ei hefur gengið…



kæri guð,
hver sem þú ert,
þú lífið skópst með höndum þínum
ekki skapa mér litla veru
til að hrifsa hana úr örmum mínum…



-Danni-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.