Ég er of þreyttur til að þykjast
annar en ég er.
Ég á ekkert eftir,
skugginn af sjálfum mér.
Ég er á förum en krefst einskis,
ástin mín, af þér.

Núna er ég ekkert nema
útkoma efasemda minna.
Sál mín er sár og þreytt
sorgir um hjarta mitt sinna.
Í augum mínum er enga
von að finna.

Ég gaf þér alla mína drauma
en draumar fá sjaldan ræst.
Allt lífið reyndist eltingarleikur
við hamingju sem aldrei næst.
Gríptu karfann!