Ég veit að ég vildi ekki breyta þessu ljóði en mér fannst bara rétt að sníða vankanta af og bæta blómum á.

Yndi mitt mér augum birtist
úr himinbláum mararfeldi
berg þitt líkt og mögnuð list
ljóss endurskin af kveldi

Við túnfót sé þar fjörur, fjöll
og fugla er þar búa
líkt og náttúrunnar guðsspjöll
yrki um, vil á trúa

Ég eygi þig í fjarska eyjan mín
engist þar til stíg á jörð
gras þitt þrái og klettasýn
tinda þína og skörð


Takk fyrir mig og sjáumst á þjóhátíð 2002!!!!!
—–