-Guðdómlegt Stjórnleysi-

Við göngum á götum þeim er ekkert vantar á
Grátandi yfir þörfum þeim er enginn getur fengið
Munandi eftir sorgum, viljum fara lífi þessu frá
fyrrverandi hermenn sem aldrei aftur, geta gengið.

Allsnægtin flæðir yfir höfuð okkar en við horfum niður
hötum öll þann guð sem olli þessari miklu sálarsorg
hver og einn krípur á kné sín og sárt hann biður
kallar hátt og öskur okkar heyrast um alla borg.

Blind við áfram höldum átt að heljar ríki
höfum allt í höndum okkar en enginn hlær
sökkvum lengra og gröfum dýpra ofan í þetta sýki
setjumst og grátum yfir jörðinni sem ekki grær.

Mengun, eitur, hatur sýkir okkar guðhræddu heila
hlátur Skrattans gellur í eyrum okkar hátt
því ennþá kann engin fjandans smásál eigum að deila
og eigingirnin blandast ófriði, hatri og eilífri ósátt.

Guð stendur við Himnaríkis hlið og horfir niður
hryggur yfir mannanna syndum og okkar leiða
reynir að hlusta á hvern og einn, en of hár kliður
heyrist í eyrum hans frá vopnum, stríðinu breiða.

Hvers vegna kemur ekki syndaflóð á ný?
Hvers vegna sökkvum við niður í þetta dý?
Hvers vegna viltu ekki sökkva öllu á veg brott
og láta náttúruna ráða, sem aðeins gerir okkur gott.

Guð svara mínum mjúku bænum og regnið flæðir kalt
með bros á vör ég horfi á alla drukkna í sjónum
syndugar sálir sem allt vildu eiga en áttu samt allt
svamla til dauða og enda í kjaftinum á hungruðum ljónum.

Brátt stend ég einn eftir og horfi yfir fjöllin fögur og há
fljótin sem renna blá og dýrin hlaupa milli grænna trjáa
skýin hvít, ei lengur grá og nóga gleði og loft að fá
liggja köld líkin af mannkyni í hafinu fagurbláa.

Heimsendirinn fyllti hjarta mitt gleði að nýju
Sál mín sem áður var köld og grá, fyllist hlýju
Einn með dýrunum og grasinu og allt er gott
Geng yfir fjöllin háu og hverf á brott.

Amen.


-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.