Dag einn
er ég sat á klöpp og horfði á sólina koma upp
var mér litið til fjallsins
og mér líkaði við það.

Svo ég hóf mig til flugs
og lenti á fjallinu,
og sá þá hafið
handan sléttunar,
svo ég lét mig svífa þangað.

Þegar þangað var komið settist ég á stein og horfði á hafið.
Og það sagði mér frá sér
sýndi mér gárur og seli.

Það var komið kvöld,
og ég sneri heim á leið.

Þetta var góður dagur.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?