Klukkan er ellefu
og ég geng út í
kvöldroðanum,
bíðandi þess
að nóttin sveipi hulu sinni
yfir heimkynni mín.

Í brjósti mínu bærist von
um að svarið sem ég leitaði að
húmi í myrkrinu,
bíðandi þess að ég komi
og gleðjist með því
yfir því að geta gefið.

Klukkan er tólf
og kvöldroðinn er farinn.
Skýin bærast lítt um himininn
uppljómuð að virðist
af fjarlægum loga
handan sjóndeildarhringsins.

En hvergi er nóttin
og von mín um svarið
sem vildi svala þorsta mínum
fýkur með hafgolunni
úr augsýn.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?