Það er svo margt sem enginn skilur.
“Af hverju er himininn blár?” spurja börnin, en fátt er um svör.
“Af hverju er eins og það sé fiðrildi í maganum?”.
Margir segja að það sé ástin sem gerir það, en hvað ef það er enginn sem orsakar fiðrildið nema maður sjálfur, hvað þá?
Því kemur þunglyndi þegar allt gengur í haginn?
Af hverju þetta, af hverju hitt.

Því getur enginn útskýrt þessa hluti?

Af hverju……..?