ég hef áttað mig á því hvað það er mikið rugl eitthvað að senda hingað inn bara eitt ljóð í einu svo ég ákvað að senda hérna inn nokkur



Liljan

þú ert falleg eins og liljan
sem vaggar svo mjúklega í vindinum
eins og vagga lítils barns
sem er elskað af móður
eins mikið og ég elska þig



Stjakinn

Stjakinn á hillunni stendur
Strýkur raun svo blítt.
Hlýjar tómar hendur
Hendast um hárið sítt.

Varningur snertir varir,
Viljinn fýkur frá.
Samviskan núna starir,
Skínandi eigi að sjá.

Talar svo stjakinn tungum,
Trampar sálina á.
Lýgur upp úr sér lungum,
Labba ég á ská.

Stekk ég þá fram af svölum,
Svíf niður sem blóm.
Hvílíkt mikið af kvölum
Kveðja með þessum dóm.

Grind er ég nú grafinn,
Gömul, brotinn og ljót
Hlýjan er eigi hafinn,
Hefði eigi verið fljót.

Stjakinn á hillunni stendur
Strýkur raun svo blítt.
Gengur inn einn Gvendur,
Gerist allt upp á nýtt.



Brennuvargur

Út ég steig
og úti er kalt
Kuldinn hefur lokað hjarta mínu
Hjartað er heitt
Hitinn verður hættulegur

Sama hvað ég geri fyrir aðra
Vill engin taka í húninn fyrir mig
Og opna hjarta mitt

Engin vill brenna sig



Djöfulsins vinir

Hún gerði sig tilbúna til að stíga í samsetninguna
Og ég bara horfði
Svo stressaður um söknuð minn
Allir elska hana svo mikið
Og allir vilja kveðja

En hefði ég viljað standa einn með henni
Og faðma hana svo tíminn myndi stoppa

Ég vinkaði ekki einu sinni



Hræðsla blýanta

Skylmast skáldin mikið
Um skýra vafann sinn
Hreyfa hrylli rykið
Og hreinsa blýantinn

Hreinsar höndin þunga
Hræðslu blýantsins
að bara verða bunga
Á blaði mannanna

Blýböggull góði
Ber heiður þann
Að verða að voða ljóði
Fyrir venjulegan mann
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…