Fallandi fegurð
á mannsandliti,
er eins og
fallandi laufin á tré
á haustdögum..
Þau geta verið brún,
samankrulluð og stökk,
af heimsins kulda,
molna að dufti
ef andvari nætur
andar á þau.
Eða roðagyllt
og mjúk
eins og þegar
nótt og morgun
mætast með sólarbirtunnar kossi
Hvorttveggja
Er fallegt
ef skoðað er í ljósi
sumartímans,
þá stund sem blöðin lifðu.