-Dauði á hamingjuskútunni-

Litir hafsins heilla mig og draga mig til sín
heldur skútan áfram og klýfur blátt fleimið
sólin situr lágt á himni og birtan brátt dvín
skýið situr bleikt á rauðri sæng, dreymið.

Í vatninu leynast margar verur sem kalla
við borðstokkinn stend ég og hlusta á
í djúpri sorg minni íhuga ég að falla
í kaldan sjóinn og hverfa sorginni frá.

Fólk dansar glatt í sálu skútunnar, gleði
glatað hef ég möguleikum mínum á ný
enginn kemur, einn ég stend í mínu geði
og teygi hendur er ég sekk dýpra í þetta dý.

Svartur er litur óendanleikans og djúpanna
á öldunum dansar sorg mín og kallar hátt
aldrei mun ég aftur fara á ný til mannanna
í vatninu næ ég loks, við drauma mína sátt.

Sorgin hvíslar, hafið talar og dauðinn grætur
horfi ég dýpra inn í augu örlaga minna
á botni myrkursins ég ligg í enda þessarar nætur
í faðmi hafsins byrjar brátt sorg minni að linna.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.