Ég hitti þig og ég gaf þér strax lykilinn að hjarta mínu
Ég treysti þér til að opna hurðina og ganga inn
og innan tíðar gerðir þú það.

Við hittumst stundum og þú svafst hjá mér í hjarta mínu
Við lágum saman í hlýjunni, kúrðum hjá hvoru öðru
og hjarta mitt dældi hamingju.

Á endanum fluttir þú inn, þú áttir helminginn í heimili okkar,
hjarta mínu.
Þú fluttir allar þínar þrár, minningar, hugsanir inn í hjarta mitt
og þú áttir þitt eigið rými.

En allir góðir hlutir enda á einn veg, við rifumst mikið
og veggirnir skulfu undan öskrum þínum
og ég finn bergmálið ennþá hrista hjarta mitt.

Þú fórst brátt að finna þörf hjá þér til að fara út
Þú tókst með þér það sem þú þurftir helst á að halda
og skelltir á eftir þér hurðinni
og ég finn ennþá titringinn.
ég finn ennþá hvernig þú tróðst lyklinum inn
og braust hann í skránni
ég eymdi af sársauka
ég grét af söknuði
ég táraðist af þrá.

Hurðin situr föst
Ég kemst ekki út
Þú geymir ennþá lykilinn
og aðeins þú kemst inn…

Hleyptu mér út, slepptu mér…
Hjartað dælir nú tárum
og ég drukkna brátt
hleyptu mér út, snúðu lykilbrotinu í skránni
og slepptu af mér takinu.

Komdu aftur í heimsókn…
…láttu mig fá lykilinn
og elskaðu mig aftur…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.