Kötturinn ljóti grimmi kunni
Að krækja sér í bráð
Margt endaði í kisu munni
Mat hann hefði náð

Þessi köttur var þrjóskur
Þramm um göturnar
Lamdi hann litlar ljóskur
Lét í föturnar

Sumir töldu hann stærstan
Sinnar tegundar
Hinir töldu hann hæstan
Hátt hann höfuð bar

Helst vildu allir hundar
Henda honum í sjó
Fóru þeir því til fundar
Fengu þeir þá nóg

Fóru og ljóta köttinn fundu
Fóru að elta hann
Hægðir út úr honum hrundu
Hljóp hann þá en rann

Píndur liggur hann í polli
Pirraður varð hann þá
Klár var hann ekki í kolli
Kýldi hundinn frá

Klofnaði nú höfuð kúpan
Hvuttinn strax dó
Dálítið horfðu þeir í djúpann
Dauðann sem nú hló

Hundarnir byrjuðu nú að hlaupa
Hræddir við köttinn þá
Köttur nú búinn að kaupa
Kyrrð í tíma smá

Hundarnir vildu núna hefna
Heiftarlega hart
Stígandi fast að ketti stefna
Í stríð með allt sitt skart

Komu aftur að ljóta ketti
Kröfðust dauða hans
Svip hann á fésið setti
Sem sagðist vilja dans

Slagur fór nú af stað
Sáust kjálkar brotna
Bardaginn blóðbað
Brátt farinn að rotna

Köttur sem var mikið kvalin
Hvíslaði nokkur orð
“Alltaf var ég upp alin
Að venjan væri morð”

“Skiptist skoðun mín nú skjótt
Sannleikan segi ég hér,
Finnið innra ljósið fljótt
Og fyrirgefið mér.”

Dró þá seinasta andardrátt
Dauðann hafði hann snert
Hvíti hvuttinn sagði ei hátt
“Hvað höfum við gert?”

líkið var látið djúpt í jörðu
ljómandi sálin stóð
mjúka tæra moldarörðu
mokað yfir sem flóð

köttur með litlar sætar kinnar
krotaði tár sín á
sínir væng fjaðrir stinnar
svífur svo fram hjá

bros yfir kattar munninn breiðist
búinn er sagan nú
eigi nokkuð sagan eyðist
… ef segir þú
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…