Ég er á mörkum alls og einskis,
lífs og dauða.
Ég stari köldum augum í djúpið,
tóma og auða.
Ég er ómerkur fallinn í val
forfeðra minna.
Ég leita í sálu minni að svari sem er
hvergi að finna.
Í blóði mínu brennur skömmin
óttinn við fallið.
Ég öskra á hjálp, í von um að enginn
heyri kallið.
Mín tár, mín beiskja, mín svarta synd,
skulu falin.
Uns hjarta mitt, sál mín og sorg
falla í valinn.
Gríptu karfann!