Ég skrifaði þetta ljóð nóttina sem að vinur minn dó, ég var mjög ringluð og gat ekki sofið… Það styttist í ár síðan hann fór. :S Kannski er þetta algjör hrærigrautur en þá verður bara að hafa það…:)

Ég er þreytt en get samt ekki sofið
hugleiðingar mínar eru of sterkar til þess
margt í heiminum er svo skrýtið
Get ekki hætt að hugsa um
hvað lífið getur verið óraunverulegt
hvernig sumir hlutir geta gerst

Ég er ekki ein um það
að finnast ýmislegt óréttlátt
Margir spyrja en fáir finna svör
Hvernig getur ein manneskja
horfið og komið aldrei aftur
Af hverju fær maður ekki
að sjá hann í hinsta sinn

Hjarta mitt titrar, ég er orðlaus
Hugur minn berst við óteljandi spurningar
Þær eru tilgangslausar því svörin finn ég ekki
sama hvað ég reyni

Hvernig getur fólk haldið
að öllum sé sama um það
þegar það á svo marga góða að
Það skilur eftir sig sorg og trega
þegar það særir sjálft sig

Ég kvelst við lífsins duldu svör
Ég vil gráta, en get það ekki
í stað þess er ég ráðvillt og hugsandi
togstreita gerir vart við sig inni í mér
Ég skelf og ráfa um í hugarheimi mínum
veit ekki hvað ég get gert
Ég finn til, þess vegna er ég