Bálið brann svo glatt í mér
loginn heiti var tendraður af þér
ég brenndi mig, mér var of heitt
askan eftir tóm og köld, ekki neitt.

Í fúnum viðardrumbum leynist glóð
eldur kviknar á ný, í öskunnar slóð
ég reyni að ylja mér við litla neista
og hitinn er góður, mig að freista.

En ég stend enn við bálið, þar kemur þú
slekkur síðasta logann, sem brennur nú
ég stari agndofa, mér er kalt
einn, þú varst mér allt.

En þegar kuldinn verður of mikill í nótt
og frostrósirnar dansa um og allt er hljótt
sæki ég síðustu greinarnar í rjóðrið aftur
kveiki nýjan eld, kominn er á ný, betri kraftur.


Pardus
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.