Húmblik


1.

Dynja í lofti heljar hríðir
húms í rökkri dimmrar nætur
Byggðir mæða stormar stríðir
strangt í holti bylur lætur!
Rán nú lætur hátt um leginn
að lífinu drengja sækir hart
Útfrá vör er dauðinn dreginn
drengjum hlífir Ægir vart!

Stoltur í brú með Stýri í hendi
stendur hann einn í kárahríð
Byrðing hvítan með heljar vendi
heggur nú aldan ekki blíð!
Kapteinn þekkir sævar sorgir
sér hann öldur magnast dýrar
er gegnum rökkvar ránar borgir
róa ægis ungir fírar!

Sjósegl þaninn þróttar byl í
þykknar hríðin rúmsjó á
Dökkna rökkurs Drafarský
daprar vonir áhöfn hrjá!
Skolast átta út í sjó
alla deyðir ægir skjótt
kappinn vanur kaldur hló
“kerling Rán ei mig fær sótt”!


2.

Eftir napra nótt og stranga
náði kappinn loks til lands
milli blakkra boða dranga
bátur nærri festi strands!
Einn hann lifði ægisbresti
illan sjó og ránarböl
Mærði hrærður marar gesti
er máttvana gistu berg og söl!

Sagðist ætla áhöfn hefna
engum myndi hefndin sleppt
“ægir grimmur ég vil þér stefna”
æpti Bragi - höndin kreppt!
Konungur marar kættist ekki
kappans ræðu við sjávarborð
“dauðinn hreppti drengi í hlekki
duga ekki sjósveins orð!”

Börðust lengi garpar grimmir
geirar léku um ránarvöll
Kölski hlær við: “Dökkt nú dimmir
í drengja odda rakri höll”
Fór að lokum fyrir sveinum
að fengu þeir geira síður í !
dökknuðu þá grænar lífs af greinum
grétu yfir faldi döpur ský!






samið þann 16 júlí frá hálf sjö til hálf átta, þetta þarfnast lagfæringar en ber skáldþrótt höfundar glöggt vitni

johnson