Sálin köld er hræðslan yfir hugan tekur.
Eilífðin rennur niður kinnar mannkynsins í formi tára.
Augasteinn hjartans týnist í myrkrinu, gler æskunnar brotnar.
Þú hrópar að mér, að ég sé kraftaverk, en ég hunsa þig,
þú átt hvort eð er eftir að gleyma mér.
En af hverju?

Ég horfi á fallega andlitið þitt, hugsa…
“Sorgin er þrá eftir þeirri ást sem maður bar til manneskjunar sem maður hefur misst.”
Hreyfi varir mínar, framkalla eitt lítið orð.

“Fyrirgefðu.”