Tréð

Eitt lítið lauf á háu tré
sem heldur því svo öruggt sé,
heiminn stóra horfir á,
ósköp er þar margt að sjá.

Og litla laufið stolt og glatt
dafnaði svo ósköp hratt,
er öruggt horfði heiminn á,
stóra trénu sínu frá.

Tré, ég sé þér þykir vænt
að bera lítið lauf svo grænt,
en litla laufið einnig sér
að heilsa þín æ versnandi fer.

Nú hver grein þín er grá og dauf
og visnað er hvert einasta lauf
og ræturnar upp úr mold og grundu,
því þú fellur nú á hverri stundu.

Þú verndaðir og hélst mér hátt
En nú lífið hefur leikið þig grátt.
En ef ég er lauf, þá ert þú tréð
Og ef þú deyrð, þá dey ég með.