Ég samdi þetta fyrir nokkrum dögum, ekki eitt af mínum bestu ljóðum mínum svosem (svoldið einfalt e-n veginn..) en set það samt inn (ath! ekki byggt á eigin reynslu eins og fæst ljóða mína eru):


Loforð

Elsku besti pabbi minn
ég kyssi þína köldu kynn
og kveð þig nú í hinnsta sinn.
Og get bara ekki að trúað því
að kynn sem var svo hrjúf og hlý
verði aldrei heit á ný.

Því að kyssa þessa hrjúfu vanga
er lékstu með mér daga langa
gladdi lítinn stelpuanga.
Og að ekkert verði eins og þá
litli stelpuanginn sá
svo erfitt með að trúa á.

Og hryggir lítinn anga þann
að hitta ei aftur þennan mann
því enginn verður eins og hann.
Já, illa þessum anga líður
því ósköp sem það svíður
að enginn verði eins blíður.

En því hann elskaði svona mikið
fær hann loforfð fyrir vikið
orð sem aldrei verður svikið.
Já, því hann elskaði börnin sín
þá pabbi eru það loforð mín
að vera ætíð stelpan þín.