Jæja ég veit nú ekki hvort þetta geti flokkast undir grein.

Enska er útlenskt tungumál. Oftast kallað hið alþjóðlega mál. Þar sem það er eitt útbreiddasta tungumálið. Og flestir skilja ensku.
Afturámóti, er munur á að skilja, skrifa og hugsa á ensku.

Ég hef tekið eftir því hér á ljóðaáhugamálinu að margir kjósa að skrifa ljóðin sín á ensku. Þrátt fyrir að kunna aðeins lítið brot í enskunni. Og jafnvel geta ekki stafsett hana rétt.

Kanski er þetta bara eitthver þjóðernisrembingur í mér, en persónulega fynnst mér að ensk ljóð ættu að fara á kork, þar sem yfirleitt er höfundur ekki klár á enskunni, skrifar hana vitlaust, og inniheldur engöngu einföld orð.

Og þar með nær hann ekki að túlka ljóðið sitt og tilfinningar einsog best væri á kosið.
Ég ætla ekki að vera að skíta yfir ykkur, það eru til mjög flott ensk ljóð hérna, og það er fólk hér sem virkilega kann að skrifa á ensku.
En meirihlutinn kann bara mjög einfalda ensku og því eru ljóðin oft mjög fyrirsjáanleg og leiðinleg.

Með fullri virðingu, prófið að skrifa frekar á íslensku, það er ykkar fyrsta mál. Og þið kunnið íslensku.


Kveðja Andskotinn sjálfu