ég held að ég hafi eitthverntíman sent þetta inn áður, en ég hefði ekkert á móti því að þið gæfuð mér álit af þessum ljóðum sem að fjalla um börn sem að hafa verið lögð í einellti.

Sálin sem grét:

Þegar að ég sá þig í sumar
Leit ég í augun þín
Og sá sál þína Brosa.

Þegar að ég sá þig í skólanum
Leit ég í augun þín
og sá sál þína Gráta.

Þegar að ég sá krakkanna á skólalóðinni berja þig
Leit ég í augun þín
og sá sál þína Öskra.

Þegar að ég stóð bara og horfði á
Leit ég í augun þín
og sá sál þína Deyja.

Þegar að þú fórst heim til þín
og hengdir þig
var það of seint
sál þín var farin.

Stöðvum einellti!


Barn styttir sér aldur

Skólabjöllunar hringja út
Ég labba meðfram veggjunum
í hvert sinn vona ég
Vona að þau taki ekki eftir mér
En þau taka eftir mér
Þau koma í átt til mín
og þau:
Berja, sparka og gríta.

Tár rennur niður kinn
Þar sem að ég lygg ein eftir á leikvellinum
Blóðug og brotinn
Ég er dauð
Ég er dauð innra með mér
Elsku drottinn
Elsku drottinn, Hjálpaðu mér!

Bissa tekinn úr skápi pabba
Núna sef ég
Núna sef ég að eilífu
og mun aldrei-
Aldrei þurfa að upplifa jafn mikinn sársauka aftur.
www.blog.central.is/unzatunnza