Á kyrrlátu haustkvöldi
varð mér gengið framhjá gamla kirkjugarðinum
umkringdum steinvegg
dauft ljós frá luktunum
lýsti upp klappir og krossa
sem teygðu sig upp úr jörðinni
í náttmyrkrinu
grafir hinna framliðnu
undarlegt, hve myrkrið var meira þar en á himninum
utan birtuna sem á þá féll
sálnahliðið stendur upplýst í garðinum
klukkan er hljóð
ef til vill voru það trén og runnarnir
í myrkrinu glóði á roðið og gullið laufskrúðið
sem baðaði trén, kræklóttar greinarnar
í gegn um trjámyrkrið lýsti af ljósastaur
eins og stjörnu, þó grámóska væri á himni
og enn voru græn blöð vorsins
á tjám og runnum
í garði hinna framliðnu
þau munu glóa eða roðna
á farvegi lífsins
falla frá
og fæðast að vori.