Ég trúi ekki mínum eigin eyrum
ekki það sem ég sjálf seigi þeim
engu sem neinn segir þeim,
þau flögra bara út um allt
ég reyni að gripa þau og halda þeim
en þú hættir ekki að tala, svo að þau trúi þér.

Ég gæti allteins talað við ljósastaur um veðrið
og ég myndi finna meiri sannleik
en eyrun mín ná því ekki
þau flögra bara yfir orðum þínum
og gleypa þau smátt og smátt.

Ég talaði við ljósastaurinn
spurði hann um veðrið,
og það byrjaði að snjóa
ég hafði fengið sannleikan
snjórinn eru orð þín
köld og falla á herðar mér
eyrun mín dofinn af kulda
ég fell í snjóinn og heyri ekkert lengur.
tjáningu minni er hér með lokið!