Samdi þetta einn daginn, ætlaði að nota rím og höfuðstafi, en þar sem ég er svolítið latur ákvað ég að hafa þetta bara bunka af ferskeytlum, rímlausar (að mestu) og enga höfuðstafi (nema fyrir tilviljun)
Gjörið svo vel.
Ég gekk að sjónum

mælti til hans

“Gefðu mér fisk”

en hann henti í mig þangi.Ég gekk til fjallsins

hrópaði til þess

“gefðu mér gull”

en fékk aðeins grjótÉg gekk að skóginum

bað fallega

“gefðu mér timbur”

en fékk aðeins kvist.Ég gekk þá heim

tók fram exi

sótti hakann

náði í netið.Gekk að skóginum

hjó hvert tré

tók það og smíðaði

mikið skip.Fór því næst að fjallinu

gróf úr því allt gull

uns það hrundi

og gróf skurðFór ég að sjónum,

veitti honum í skurðinn

lagði netið þvert yfir

veiddi allan fiskinn.Nú hafði ég fellt skóginn,

brotið fjallið

tæmt sjóinn

og átti bát, fisk og gull.Gekk því næst að konu minni

“Hérna, nú hef ég sigrað skóginn,

fjallið og sjóinn”

Ég brosti sigri hrósandi.En kona mín sagði þá

“ekki bað ég þig um það

heldur um gull í einn hring,

eldivið og fisk í matinn.”Því næst sagði kona mín

“nú hefur það sannast

að ég á aldrei að senda guðina

til að vinna mín verk.”