Þú sást ekki þegar

litlu gylltu fiðrildin
brutust úr hjarta mínu
og flögruðu svo fallega
í áttina að þínu

Nú hrynja þau
í formi þúsund tindrandi tára
svo angurvært
niður vanga mína

þú sást það ekki