seyðandi tónlistin
dansar
inn um eyru
kaffihúsa
gestanna

sem vart
taka eftir
því
að lífið
þýtur framhjá
fyrir utan
gluggann

heldur gaspra
um allt og
ekkert
sem skiptir
máli

og fá sér
sopa
af andvöku
drykkjum sem
bera fín
nöfn

á meðan
sit ég
þögull
og íhuga
að fara út
í lífið