Sumt ég veit, en veit ei þó
að ég veit aldrei nóg
Sumt af reynslunni lærist
annað með þér fæðist

Ævin getur verið, ófá ár
kennsla, reynsla, verða klár
Hver er hver og hvað er hvað
gáfur eru að vita það

Já, svo rennur ævinnar skeið
og gáfurnar hverfa um leið
Hver er þetta, ég þekki ei þig
kannast ekki við sjálfan mig
hvar er ég, hvert er ég að fara
hjálpaðu mér og hættu að stara

Í stað þess að læra út í eitt
sitjum heima og kunnum ekki neitt
því þegar við verðum gömul og grá
viksan getur ekki dvínað þá.