Þá ljósin þau slökkna
og ekkert tekur við.

Hjarta mitt þverr
og hugur minn hverfur.

Sál mín tærist
og vonin mín fer.

Ég sekk niður í hyldýpið,
umlukinn myrkri.

En í öllum þeim sorta,
leynist þó neisti.

Ég reyni að ná honum
þótt færist hann fjær.

Í þessum neista
er allt mitt líf.

Í þessum neista
er öll mín von, minn hugur, mín sál.

Í þessum neista,
ert þú.