Mér finnst þetta ekkert spes ljóð en þetta er nú samt ljóð… Og ég er að fikra mig áfram í þessu og þess vegna væri ágætt að fá komment (góð og slæm(samt ekki ókurteisi)

Ég biðst afsökunar á öllum stafsetningavillum

Lífið

Ef lífið væri auðveldara
Væri ég þá hér
Þyrfti ég þá að hafa fyrir hlutunum
Allt sem ég hef fengið, sem ég hef átt
Er það aðeins hugarástand

Hvað er lífið?
Er lífið bara hugarástand?
Er það bara lýgi og ímyndun

Ég hef lengi pælt í því
Hvar lífið endar
Er einhver endir, (er) einhver byrjun
Er lífið bara ýmindun og hugarástand
Eða er ég bara geðveik

Hvað er lífið?
Er lífið bara hugarástand?
Er það bara lýgi og ímyndun

Ef að lífið er bara ýmindun
Hví gerast þá slæmir hlutir
Af hverju rætast ei allir draumar
Ef að lífið er bara ýmindun
Því lifi ég þá í sama heimi og þú?
Ert þú líka ímyndun?

Hvað er lífið?
Er lífið bara hugarástand?
Er það bara lýgi og ímyndun

Hvað er lífið?
Er lífið bara hugarástand?
Er það bara lýgi og ímyndun

Er ég bara ímyndun?