Heima hjá mér er stöðugt líf.

Bakkus er tíður gestur
og meðan hann smám saman
byrjar að mála veggina appelsínugula
hljóma öskur foreldra minna taktfast í bakgrunni.

Sjálf sit ég uppi í rúmi
horfandi á brotinn spegil
og velti fyrir mér:
Af hverju má herbergið mitt ekki vera blátt?