Samanlímd augu,
kominn er dagur.
vek hana Laugu,
morguninn er fagur.

Mætum snemma í störfin
allur dagurinn er eftir.
Svo mikil er vinnuþörfin
en fjölskyldulífið heftir.

Er heim svo kem,
þar bíða börnin
ég staðar nem
en úr hreiðri flýgur örninn.

Börnin farin
ég er ein
lurkum barin
ekkert krakkavein

Nú sýp ég seyðið
nú er breytingaskeiðið
barnabörnin fædd
ég er sólargeislum gædd