Ég dofna upp, 
man ekki hvað ég var að huxa
hvað ég ætlaði mér,
hvernig ferðu að því 
að rugla mig svona,
ég ætla í eina átt 
þá kemur þú og togar mig í aðra!
hvað ég vil er misjafnt 
allt eftir þér 
þú ert meistari 
meistari blekkingar,
ég snýst í hringi 
mér er óglatt, 
þarf að stoppa stíga úr 
hringeggjunni þinni, 
sem truflar mig, 
gefur mér vonir um bjarta framtíð,
en hvernig getur allt breyst svo mikið,
eins og þörf er á, 
hjá mér er rússíbaninn á fullu
hvar er leiðarendinn 
í þessari ringulreið?
sem flækir allt,
nei ég ræð ég er 
stjórinn,
sem stoppa segi hingað
og ekki lengra
er komin á leiðarenda,
nú ætla ég að fara 
í göngutúr
ein svo ég geti náð áttum,
og gengið beint, 
en ekki verið völt eftir 
ferðirnar þínar, 
sem rugla mig, snúa mér 
en það er ég sem sest upp 
í vagninn sem snýst 
vísvitandi.
ekki meir ekki meir 
ekki meir!!!!!!!
                
              
              
              
               
        





