Það sem drepur mann ekki, styrkir mann
en sumt af því sem styrkir mann
mun há manni alla ævi

Þetta allt út af nokkrum “manneskjum”
sem gerði einni saklausri stúlku lífið leitt
Hvað hafði hún gert?
Ekkert, alls ekki neitt

Öll þessi ár hafði hún verið gólfmotta fyrir ykkur
Hún var eins og Öskubuska
á meðan þið voruð illa stjúpmóðirin

Seinna meir útilokuðuð þið hana loks alveg
Ímynduðuð þið ykkur hvernig henni liði?
Nei, í staðinn hvísluðuð þið illum orðum um hana
Hún var ósýnileg, skipti engu máli

Á hverju kvöldi var hún ein
á meðan þið skemmtuð ykkur
og kynntust nýju fólki

Síðan eru liðin nokkur ár
Á þeim tíma hvarf stúlkan
og eignaðist nýtt og betra líf

En sársaukinn er ennþá til staðar
þetta óöryggi þarf hún að glíma við
án þess að hafa nokkra vitneskju um það

Hún er ennþá einangruð
frá lífinu á sínum heimaslóðum
Hvernig ætli það sé?
Þið vitið það allavega ekki
því það eina sem þið hugsið um
eruð þið sjálfar

Til hamingju
þið byrjuðuð á þessu
kannski munuð þið enda svona líka
Ég finn til, þess vegna er ég