Veit ekki alveg hvort þetta má flokkast sem ljóð .. ég hef bara komist að því að mér gengur best að tjá mig í svona stuttum línum .. svoo
gjörið þið svo vel …

Í stöðugri leit af svörum
í stöðugir leit af frið
drifin áfram af mætti vonarinnar
með óbugandi hreysti
með óvinnandi hugrekki
drifin áfram af mætti vonarinnar

för mín á sér engan endi
eigi heldur á hún sér upphaf
hér vaknaði ég aðeins
dag einn sem þó var kvöld
vaknaði hér og hélt för minni áfram
för sem heitið er ekkert
för sem tekur engan enda
hin endalaus leit mín af tilgangi
endalausa leitin af svörum.
Leit sem er svo sjálfsögð
leit sem leiðir aldrei til fundar
því við viljum ekki svörin

Við hefjum leitina
af því þannig á þetta að vera
þannig hefur það alltaf verið
við fáum engin svör
ekki frekar en hinir
hinir sem ferðuðust á undan okkur
förin er endalaus
við sleppum ekki undan henni
því þótt svörin stæðu beint fyrir framan okkur
þekktum við þau ekki
eða afneituðum þeim
því þegar við höfum svörin
hvert ferðumst við þá
hvert stefnum við
hvað gerum við þá ?

Sannleikurinn er að við leitum
til þess eins að leita
líkt og við erum
til þess eins að vera til