Halló, ákvað að senda inn eitt gamalt ljóð eftir undirritaða sökum yfirþyrmandi leiðinda. Vil benda á að það er eldgamalt og stútfullt af melancholiu, en gagnríni er alltaf velkomin svo lengi sem hún helst á eðlilegum nótum. Jæja, here you go.

Fiðrildi

Snertu mig, kysstu mig,
haltu mér þétt að þér,
Elskaðu mig eins og ég er.

Þú lætur mig lifa,
lítil fiðrildi í maganum.
það er skrítið að hafa einhvern að elska,
að vera elskuð, eða hvað?

Særðu mig, sviftu mig
því lífi sem þú gafst mér.
Brjóttu mig niður og láttu mér blæða.
Særðu mig, dreptu mig.

Því ég lifi hvort eð er ekki án þín.


(Kv.Andrea… ekki skamma mig ef ykkur líkar ekki við það :P)
“Some people juggle geese. My hand to God. Baby geese. Goslings. They were juggled”.