Paradís


Ef ég myndi efast
um þetta litla líf
þá myndi það deyja
og ferðast í paradís

Paradís er betri staður
en hérna hjá mér
þar sem ljósið skín svo skært
í Paradís

Ljósið er allt slokknað
hér hjá mér
ég get ekki elskað
ég get ekki þráð
ég get ekkert annað en kvalist
af ástarþrá

Ég hef efast allt of lengi
allt verður slokknað brátt
nú svífur þetta litla líf
upp í paradís

Ég sit hérna og hugsa
ég hef drepið sjálfa mig
lítil saklaus stúlka
horfin fyrir fullt og allt

ég tók mitt eigið líf
vitandi um það,
að lítið barn
bjó sig undir það
að komast alla leið
en nú hvílir það hjá mér
kúrir, sefur vært og hljótt
Barnið er óhult
í Paradís með mér

Christiana