&lyktin af einnota gúmmíhönskum
kæfir mig í hvert sinn
sem ég rek höndina
upp í beinharða hökuna
&greiði
í gegnum rjátlulega skeggbroddana
með klunnalegum fingrunum
sem syngja sóló
í barítónrödd.
Djúpt hugsi
sekk ég inn í eigin heim
&reyni
að átta mig á tilverunni minni
&um leið þinni.
Eymdarleg óp steindauðrar Langvíu
síðan í morgun
sækja á mig
&beina mér eitthvað áleiðis.
Hvar eru eiginlega allir?
&af hverju er ég ekki þar líka?
Skyldu himnarnir nokkuð hrynja
ef ég myndi láta mig hverfa?
Skyldi jörðin nokkuð falla um sjálfa sig
&smám saman verða að engu
ef mín nyti ekki við?
Skyldi einhver óskyldur verða þess var?
Þegar ég kröjb
við eigin fætur
fann ég eitthvað bresta innra með mér
&endasentist inn í tómleikann
sem tók mér sem gömlum vini
&sagði mér að ég væri fíbbl:
“en horfðu bara á heiminn með augum allsnægtanna
til að sjá undur þess lítilfenglega
frá sjónarhóli mikilmennskunnar.”
-I don't really come from outer space.