Fiðrildið Það var fiðrildi
á steyptu, gráu gólfinu.
Fiðrildið var grátt,
það beið eftir mér
og ég tók það upp
setti það varlega í lófann
og lyfti því upp,
ég óskaði mér,
en þú veist að ef
ég segði þér óskina
þá rætist hún ekki,
svo enginn fær að vita þessa ósk,
fyrr en hún rætist.
Þegar ég hafði óskað mér
opnaði ég lófann,
ofurvarlega,
og leyfði fiðrildinu að fljúga burt
með óskina mína.
Ég horfði á fiðrildið flögra burt
með óskina í veganesti
Ég hugsaði um óskina mína,
ef hún rættist ekki
væri allt búið,
þá myndi himinninn hrynja
beint ofan á hausinn á mér.