Bara að taka það fram að þetta er ekki um mig…


Ég er svöng,
Mér líður vel þegar að ég er svöng,
Ég píni líkama minn,
Skammta mér mat,
Borða lítið,
Hreyfi mig mikið,
Þá líður mér vel,
Að grennast er mitt áhugamál.
Ég er hætt að nenna að borða,
Ég nýt þess að heyra garnirnar gaula,
Ég nýt þess að finna fyrir svengd
Og fá mér ekkert að borða,
Ég nýt þess að heyra fólk segja mig granna
Ég nýt þess að sjá töluna á viktinni lækka,
Lækka með hverjum deginum.

Ég hata að sjá aðra svona granna,
Ég hata spegilinn,
Hann blekkir mig,
Ég hata að borða,
Mér finnst það svo þreytandi,
Svo leiðinlegt,
Ég hata sjálfa mig,
Ég hata alla fituna,
Ég hata að hafa enga flotta vöðva,
Ég hata hugsanir mínar,
Ég hata alla sem segja að ég sé feit,
Ég hata að sjá töluna á viktinni hækka,
Ég hata líkama minn,
Ég hata að vera ekki eins og fyrirsæta,
Ég hata að vera svona feit, þybbin,
Kallið það sem að ykkur langar til þess að kalla það,
Ég vil ekki vera feit.
Ég vil vera grönn.

Er ég veik að hugsa svona,
Er þetta geðveiki,
Er þetta eitthvað annað,
Er þetta anorexia,
Bulimia eða átröskun,
Veit einhver svar við því,
Er ég ein um að líða svona,
Eða er einn af tíu svona eins og ég,
Eða er þetta bara ímyndun,
Er ég kannski bara ímyndunarveik,
Er ég kannski ekki með sjálfri mér,

Ég veit það ekki.
Ég vil bara grennast.