Undir sólinni eins og aðrir,
gangand´ á jörðinni eins og þeir.
Minningar um vini ljótir ey fagrir,
tek ekki við þessu meir.
Útskúfuð, óttuð og barin,
bít á móti og lem.
Geðheilsa mín löngu farin,
Lúsifer hér ég kem.
Mig dreymir um það að fá að fara,
héðan helst í dag.
(ó)lífið er tóm tjara,
ekkert vinnur mér í hag.
Auðveldast væri að hanga,
og flýja frá þessari jörð.
Satan má búast við nýjum fanga,
á því er ég orðin hörð.
Elsku Ted minn þú ert dáinn,
dóst og yfirgafst mig.
Ég vil stefnumót við mannin með ljáinn,
ég vil hitta þig.
Kaldar lúkur um minn háls,
afmeyjuð með valdi.
Loksins mun ég þá verða frjáls,
með Ted á forboðnu landi.