Ég sendi inn ljóð á poetry.com og komst í undanúrslit fyrir ljóðið mitt. Og allir sem ég þekki (og sendu inn ljóð) hafa einnig komist í undanúrslit og fengið tilboð um að kaupa einhverja fína bók. En enginn vann neitt. og núna er verið að bjóða öllum á einhverja ráðstefnu í wasington og þar eiga menn að geta flutt ljóðin sín í ræðustól.

Það sem ég var að pæla var hvort einhverjir fleiri hafi lent í undanúrslitum og hvort einhver hafi sennt inn ljóð en ekki komist í úrslit. og hvort einhverjir hafi grætt einhvað á þessu.

Mitt ljóð var á ensku en það voru samt stafsetningavillur í því. Svo að þegar ég fékk bréfið um að ég væri kominn í undannúrslit varð ég svolítið hissa á hvað þeir nefndu það oft að ég væri alveg einstakur ljóðahöfundur o.s.fr. Mig er farið að gruna að langflestir komist í undannúrslit og fái svo senda auglýsingu um að ljóðið þeirra hafi verið valið til þess að setja í einhverja ljóðabók bara til þess að þeir láti blekjast og kaupi hana svo.

Annars gæti þetta allt verið misskilningus svo ég vil helst fá einhver svör við þessu svo ég fái að vita hvort kenning mín sé rétt eða ekki.


p.s. ég bið ykkur að afsaka allar stafsetningavillur.
VGR