Stundum…
seint á kvöldin…
Heyri ég litlu raddirnar pískra
umhverfis mig
eða djúpt í huganum á mér

Finn mig velta um tungu og tönn
merjast svo milli tannana…

Vitandi að á morgun
verði mér ælt upp
í ógeðslegri sögu