Heimurinn einangraður
allir fastir
í kúlunni
smápeningurinn í miðjunni
rúmar okkur öll
blár bjarminn
umlykur hugsunina
blátt er ekki
jólalegt.
Hvað varð um jólin?
börnin spyrja sig
það er ekkert gott lengur
við erum föst
í viðjum hugsananna
berjumst um
en festumst enn frekar
hættið að berjast
leyfið hugsuninni að flæða
hinn blái bjarmi
mun hverfa
sannleikurinn
afhjúpast.