Með berum höndum,
í kapphlaupi við tímann,
gref í moldina,
veit það er þarna.

Skýin verða æ þungbúnari,
og minningin óskýrari.
Læðist að og veikir viljann,
hugsun um uppgjöf.

Regnið glottir ókomið,
sýnir mér vanmátt minn.
Þrjóskan kveinkar sér,
spyr:

Til hvers ertu að þessu?
There is no sin but stupidity. (Oscar Wilde)