Ég læt mig ekki lengur dreyma
um líf á mörkum tveggja heima.
Ég elska aðeins til að gleyma.

Engin voru mér gefin grið
grátklökkur ég bað um frið.
Hatur og ást ganga hlið við hlið.

Augu mín sem ekkert sáu,
í angist ég flýt í vatni gráu.
Allar leiðir að heiman lágu.

Í blóðugri bæn ég greipar spennti
barnatrúnni fyrir borð þó henti.
Hlæjandi heiftin upp kjaft sinn glennti.

Í örmum nætur var engin ró
æpandi þögnin í hjartanu bjó.
Engin syrgði er sál þeirra dó.

En ég kveð þig kalda hatur.
Gríptu karfann!